Beint í efni

Dularfulla símahvarfið

Dularfulla símahvarfið
Höfundur
Brynhildur Þórarinsdóttir
Útgefandi
Bókabeitan
Staður
Ár
2020
Flokkur
Barnabækur

Elín Elísabet myndskreytti.

um bókina

Eitthvað dularfullt er á seyði í hverfinu. Símar hverfa og finnast ekki aftur. Katla kemst á sporið og fær Hildi systur sína og Bensa vin hennar í lið með sér. Saman reyna þau að komast til botns í málinu. Rannsóknin leiðir þau á óvæntar slóðir en skyldi þeim takast að leysa gátuna?

úr bókinni

Katla vaknaði og teygði úr sér. Henni var kalt á nefinu og hún var með náladofa í vinstri fætinum. Og hún var svöng, eiginlega alveg glorhungruð. Hún hlaut að hafa sofið lengur en hún ætlaði. Hún starði hugsi upp í himininn. Sólin var hátt á lofti en faldi sig bak við ský sem líktist stórum sykurpúða.

Katla hrökk við. Hvað var nú þetta? Hún settist snarlega upp. Fyrir ofan hana flaug feitur máfur með glansandi hlut í gogginum. Katla pírði augun og máfurinn blakaði vængjunum. Appelsínugulur goggurinn hélt fast utan um silfurlitan hlut.

Loks sá Katla hvað þetta var. Hún varð svo hissa að hún hikstaði smá.

Fuglinn var með síma!

Katla prílaði upp úr moltukassanum. Hún hlakkaði til að segja stóru krökkunum frá símafuglinum. Hún hljóp yfir túnið og skreið í gegnum limgerðið með rispu-runnunum.

Þegar hún leit yfir lóðina sá hún að Hildur og Bensi lágu á trampólíninu og léku sér í símunum.

Katla snöggreiddist. „Voruð þið ekkert að leita að mér?“ hrópaði hún hneyksluð.

Hildur og Bensi hrukku við og fleygðu símanum aftur fyrir sig. Þeir skoppuðu þegar þeir lentu á trampólíninu.

„Jú, jú, eða sko þannig,“ flissaði Hildur.

„Til hamingju, þú vannst feluleikinn,“ sagði Bensi glottandi.

Katla hvessti á þau augun. „Þið fáið ekki að vita hvað ég sá og það er rosalega merkilegt.“ Hún krosslagði handleggina og bringunni og sneri sér undan.

Nú voru Hildur og Bensi orðin forvitin. „Hvað sástu?“ spurði Hildur og klifraði niður af trampólíninu. Bensi brölti á eftir henni.

Katla gat ekki þagað lengur. Hún blakaði höndunum eins og vængjum á meðan hún lýsti máfinum: „Hann var stór og hvítur og með appelsínugulan gogg og hann var með síma í gogginum.“

„Ég trúi þessu ekki,“ sagði Hildur og gretti sig. „Þú ert bara pirruð út í okkur.“

Katla gretti sig framan í hana.

„Þú vilt bara fá athygli,“ hélt Hildur áfram.

Bensi hló hæðnislega „Máfar gætu aldrei borið síma í gogginum.“

„Víst,“ fullyrti Katla, „ég sá það.“

„Komdu, Bensi,“ sagði Hildur og bjóst til að klifra aftur upp trampólínið. Bensi elti en um leið og þau ætluðu að smeygja sér inn fyrir netið steypti stærðar fugl sér niður og greip annan símann af dýnunni.

(17-19)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleira eftir sama höfund

Óskabarn : bókin um Jón Sigurðsson

Lesa meira

Blávatnsormurinn

Lesa meira

Áfram Óli

Lesa meira

The Saga of Njáll

Lesa meira

Af Artúri konungi, Gunnari á Hlíðarenda og Fróða Bagga: Fornsagnamatreiðsla fyrir börn

Lesa meira

Allt í lagi Reykjavík

Lesa meira

Af lopakörlum og prjónakerlingum

Lesa meira

Byrgir söguþekkingin sýn? Sýning á bronsstyttum þriðja ríkisins

Lesa meira