Beint í efni

Dulmálsmeistarinn. William Wenton 1

Dulmálsmeistarinn. William Wenton 1
Höfundar
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
2019
Flokkur
Barnabækur

Höfundur: Bobbie Peers

Um bókina

Þegar William Wenton var barn að aldri hvarf afi hans af yfirborði jarðar en lét William eftir stórkostlegar gáfur og undraverða hæfileika…

Í örlagaríkri skólaferð fær William Wenton að reyna við Ómöguleikann, þraut sem færustu þrautakóngar heims standa ráðþrota frammi fyrir. Drengurinn ræður þrautina fyrir allra augum og leynileg veröld lýkst upp fyrir honum. Skyndilega er William kippt upp úr skólanum og orðinn kandídat í Rannsóknarstofnun ofurgreindar og meira að segja kominn á slóð afa síns. En um leið er William í bráðri hættu, því dularfull öfl eru nú á höttunum eftir stráknum sem leysti þrautina sem enginn átti að gera leyst.

Dulmálsmeistarinn er fyrsta bókin í bálki Bobbie Peers um William Wenton.

Úr Dulmálsmeistaranum

Hann settist upp í rúminu og leit í kringum sig í myrkrinu. Hafði kólnað inni í herberginu? Hann reis á fætur og ætlaði að ganga að glugganum en steig þá á eitthvað hart. Hann leit niður og sá að einhver smáhlutur lá á gólfinu. Hann settist á hækjur sér. Þetta var bjalla. Hún lá á bakinu með örsmáar lappirnar upp í loftið. William potaði varlega í hana með einum fingri. Hún brást ekki við. Hann tók skordýrið upp og lagði það í lófann.
  Síðan gekk hann yfir að skrifborðinu og lagði bjölluna varlega niður, opnaði eina skúffuna og tók upp stækkunargler. Svo sat hann og starði fram fyrir sig. Þetta var engin venjuleg bjalla. Hún var gerð úr örsmáum járnbitum sem var haldið saman með pínulitlum skrúfum. Þetta var vélræn bjalla! Ein sú fallegasta og fullkomnasta sem hann hafði séð.
  Hvernig hafði hún komist inn? William leit á gluggann og sá að það var lítið gat á rúðunni. Honum brá þegar bjallan kipptist allt í einu til, hoppaði upp og lenti á löppunum. Síðan stökk hún af borðplötunni og niður á gólf. Þar stóð hún og virti William fyrir sér í smástund áður en hún skaust af stað um herbergið. Hún nam staðar þegar hún kom að blýanti sem lá undir skrifborðinu. Hún tók um blýantinn, hélt áfram yfir til Williams og lagði blýantinn fyrir framan hann, eins og lítill hundur sem vill láta kasta priki. William brosti og tók blýantinn upp.
  "Viltu leika?"

 

(43-44)

 

Fleira eftir sama höfund