Beint í efni

Ég stjórna ekki leiknum

Ég stjórna ekki leiknum
Höfundur
Jón Hjartarson
Útgefandi
Iðunn
Staður
Reykjavík
Ár
2000
Flokkur
Barnabækur


Úr Ég stjórna ekki leiknum:

 „Krakkastóðið var heima hjá sér nema þau sem áttu lögheimili sitt þarna á staðnum og gestirnir urðu að umbera hvað sem tautaði og raulaði. Elsa skrúfaði niður í sjónvarpinu og hélt að húsbóndinn gæti horft á boltasparkið hljóðlaust. Hann lét sig hafa það smástund, en þegar leikurinn æstist á skjánum kom líka skjálfti í Gubba og hann hækkaði í tækinu. Elsa reif af honum fjarstýringuna og lækkaði jafnóðum. Á þessu gekk í nokkurn tíma þar til brúnin fór að þyngjast á eiginmanninum og hann stóð upp og óð fram í eldhús til konu sinnar. Geiri heyrði hann rela og bölsótast eins og tudda, fyrst lágt, en röddin fór stighækkandi. Frúin sagði honum að vera ekki með þetta andskotans nagg, þetta væru tvær helgar sem hann þyrfti að vera án enska boltans, drengirnir yrðu að fá frið til þess að læra.
  -Mér hefur skilist að þeir séu svo gáfaðir að þeir þurfi þess ekkert.
  -Boltinn getur bara setið á hakanum, kvað frúin.
  -Já, en þeir eru að byrja í úrvalsdeildinni í íslenska boltanum, andmælti Gubbi.
  Guðbjartur var semsagt vanur því að setjast fyrir framan kassann á hverjum einasta sunnudagseftirmiðdegi og horfa á fótbolta, alveg fram að fréttum, og honum fannst helvíti hart ef nú átti að fara að svipta hann þessari heilögu stund fyrir einhverja strákaula úr Reykjavík sem báðir voru náttúrulega snarbilaðir og annar þar að auki glæpamaður, eins og öll þessi ætt, mann fram af manni.“

(s. 63-64)

Fleira eftir sama höfund

Nornin hlær

Lesa meira

Nornin hlær

Lesa meira

Tröllið týnda

Lesa meira

Brú til betri tíða

Lesa meira

„Leikhús í kreppu“

Lesa meira

Stykkið

Lesa meira

Lengra en nefið nær

Lesa meira

Leiðin að lindinni

Lesa meira

„Er „gamla gufan“ að gufa upp?“

Lesa meira