Beint í efni

Endastöðin : Síðasta æviár Tolstojs

Endastöðin : Síðasta æviár Tolstojs
Höfundur
Jay Parini
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2002
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um bókina

Sögulega skáldsagan The Last Station : A Novel of Tolstoys Last Year eftir Jay Parini, í þýðingu Gyrðis Elíassonar.

Úr Endastöðinni

Ég kyssti hann á munninn meðan hann svaf, og það var mjólkurlykt af andardrætti hans, einsog hjá ungabarni. Og upp fyrir mér rifjaðist bjartur dagur, löngu liðinn, þegar ég var tuttugu og tveggja ára. Þá var skegg Ljovotska enn dökkt. Hendur hans voru mjúkar jafnvel þótt hann væri töluvert með bændunum og ynni með þeim á ökrunum, sér í lagi við uppskeruna. Eiginlega gerði hann þetta sér til heilsubótar. Til að styrkja sig. Þetta var ekki svo mjög bundið við heiður þá, einsog það varð síðar, þegar hann fór að ímynda sér að í hjarta sínu væri hann einn þeirra göfugu bænda sem hann dáir.

Hann var að skrifa Stríð og frið, og á hverjum degi kom hann með blöð handa mér að hreinrita. Ég held að ég hafi aldrei verið hamingjusamari, hönd mín útpáraði síðurnar, svart blekið vakti sýn sem var jafn sönn og heilög og nokkur hefur séð eða dreymt. Og Ljovotska var aldrei hamingjusamari en þá. Hann var alltaf glaðastur við verk sitt, þegar hann dreymdi sína miklu og ljúfu drauma.

Ég var sú eina sem gat lesið skriftina hans. Dularfullt hrafnasparkið fyllti spássíurnar á próförkunum og gerði setjarana viti sínu fjær. Leiðréttingar komu á leiðréttingar ofan. Jafnvel hann gat oft ekki lesið úr því sem hann hafði skrifað. En ég gat það. Á kvöldin drukkum við lindite, sátum klukkustundum saman við arineldinn og ræddum breytingar. Natasja mundi aldrei segja svona hluti við Andrés prins, sagði ég honum. Eða: Pétur er of einfaldaður hérna. Hann er ekki eins heimskur og hann læst vera. Ég leyfði honum ekki að skrifa illa. Og ég leyfði honum ekki heldur að dotta í vinnustofunni eða vera of mikið á hestbaki eða úti á ökrunum.

jovotska hafði mikilvægari störfum að gegna. Ég dró hann að skrifborðinu. Hann gat ekki án mín verið.

En ég skipti engu máli lengur.

(s. 6-7)

Fleira eftir sama höfund