Beint í efni

Fábrot: örleikrit fyrir örfáa leikara

Fábrot: örleikrit fyrir örfáa leikara
Höfundur
Brynhildur Þórarinsdóttir
Útgefandi
Flóra
Staður
Akureyri
Ár
2019
Flokkur
Leikrit

Hluti af Pastel ritröðinni 2019. Gefið út í 100 tölusettum og árituðum eintökum. 

úr bókinni

11. Par pantar vín

Sviðið er gamalgróinn veitingastaður sem stækkaður hefur verið með bjartri sólstofu. Stórt fiskabúr skilur á milli gamla og nýja rýmisins. Í botni þess bylgjast grænn plastgróður. Appelsínugulur fiskur með hvítar rendur syndir í hringi. Himinblár fiskur með gulan sporð og gula ugga syndir á eftir honum.

Persónur: Parið (gestur 1 og 2). Fólk á besta aldri, kyn eftir hentugleikum. Hefur klætt sig upp til að gera sér glaðan dag.
Þjónn 1. Piltur með unglingabólur og svarta svuntu.

Þjónn 2. Gráhærð(ur) með gleraugu.

Parið situr við tveggja manna borð við glugga í sólstofunni. Élin dynja á rúðunni, logandi kerti er á borðinu. Parið skoðar stóra matseðla. Þjónninn gengur um salinn og nemur stuttlega staðar við borðin í kring til að spyrja spurninga sem ekki heyrast. Gengur loks að borði parsins.

Þjónn1(tekur minnisblokk og penna úr svuntuvasanum)Jæja, eruð þið tilbúin að panta? Kannski drykk fyrst?
Gestur1: Já, ætli það ekki. Langar þig í rauðvín, elskan?
Gestur2: Já, veistu, ég væri alveg til í eitthvað höfugt, eitthvað sem hlýjar hérna í hryssingnum (lítur út um gluggann og hryllir sig).
Þjónn1: Viljið þið fá vín í boði hússins?
Gestur1(himinlifandi): Það er aldeilis, við þiggjum það svo sannarlega.
Þjónn2(hnippir í unga þjóninn, hvíslar einhverju að honum).
Þjónn1(vandræðalegur): Ég meinti viljið þið fá vín hússins?
Gestur1: Nú jæja, við tökum það. Húsvínið. Ekki samt hússvínið (rýtir af hlátri)
Þjónn1(skrifar í minnisblokkina): Vín hússins, já. Viljið þið glös eða flösku?
Gestur1(hneykslaðri röddu): Bæði auðvitað. Ekki drekkum við af stút.
Gestur2: Nema við fáum tvö beygjurör. (Dreyminni röddu) Mikið væri gaman að fá beygjurör úr pappa, ég hef ekki fengið þannig rör síðan ég var sjö ára.
Þjónn1 (hikandi): Sem sagt flösku og tvö glös af rauðvíni hússins? (skrifar í blokkina)
Gestur1: Já við erum tvö / tveir / tvær svo við þurfum tvö glös, ekki drekkum við af sama glasinu.
Gestur2: Jú, ef við fáum beygjurör (blikkar hvolpaaugum, setur stút á varirnar) ef þú elskar mig... (ranghvolfir augunum, röddin verður hvöss og hvæsandi, borðið fer að hristast) þá útvegar þú tvö rauðröndótt beygjurör EINS OG SKOT!

(14-15)

Fleira eftir sama höfund

Óskabarn : bókin um Jón Sigurðsson

Lesa meira

Blávatnsormurinn

Lesa meira

Áfram Óli

Lesa meira

The Saga of Njáll

Lesa meira

Af Artúri konungi, Gunnari á Hlíðarenda og Fróða Bagga: Fornsagnamatreiðsla fyrir börn

Lesa meira

Allt í lagi Reykjavík

Lesa meira

Af lopakörlum og prjónakerlingum

Lesa meira

Byrgir söguþekkingin sýn? Sýning á bronsstyttum þriðja ríkisins

Lesa meira