Beint í efni

Farþeginn

Farþeginn
Höfundur
Árni Þórarinsson
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2006
Flokkur
Skáldsögur

Glæpasaga eftir þá Árna Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson. Þetta er önnur bókin sem þeir skrifa í sameiningu, sú fyrri er Í upphafi var morðið (2002)

Úr Farþeganum:

Ég náði að opna dyrnar áður en suðinu linnti og gekk upp teppalagðan stigann. Liturinn á slitnu teppinu var dökkgrænn og átti líklega að ríma við litinn á stigaganginum.
Þegar ég kom upp á aðra hæð staðfestist ályktun mín því að dyrnar að íbúðinni til hægri voru opnar
„Ég er hérna,“ kallaði þreytuleg kvenmannsrödd innan úr íbúðinni.
Ég gekk hægt á hljóðið. Leit um leið í kringum mig í íbúð sem bar þess lítil merki að vera í eigu eða leigu dóttur milljónamærings. Strax á vinstri hönd sá inn í baðherbergi. Gólfið var þakið kvenfatnaði, sokkum, nærbuxum, brjóstahöldum, gallabuxum, bolum, kjólum og peysum. Innan um og saman við voru handklæði og þvottapokar. Hrúga af snyrtivörum var í kringum vaskinn og spegillinn ataður í tannkremsslettum.
Á hægri hönd var eldhúsið, sömuleiðis allt í drasli. Hér hafði greinilega ekki verið vaskað upp dögum saman og úti um allt voru pítsukassar, mjólkurfernur, kókflöskur, bjórdollur, léttvínsflöskur og vodkabokkur.
Flest húsgögnin í stofunni virtust ódýr og slitin. Einnig þar voru bjórdósir og tómar léttvínsflöskur á borðstofuborði og sófaborði ásamt kúfuðum öskubökkum og sviðnum álpappír. Á gólfinu undir móðugum glugga rembdist massíf koparafsteypa af Hugsuðinum hans Rodins á klósetti og við hlið hennar stóð óskreytt, silfurlitað gervijólatré.
„Hallur, ég ligg bara í rúminu,“ sagði kvenmannsröddin út um dyr á vinstri hönd. „Ég hef ekkert getað farið,“ hélt hún áfram. „Er alveg búin á því. Ertu með eitthvað?“
Ég bankaði í dyrastafinn á svefnherberginu. Undan þykkri sæng grillti í ljósan hnakka. „Afsakaðu, en ég heiti Arnar. Ég er leigubílstjórinn sem var með pabba þínum á nýársdag.“
(94)

Fleira eftir sama höfund

Sjöundi sonurinn

Lesa meira

Sztuka grzechu

Lesa meira

Le temps de la sorcière

Lesa meira

Le dresseur d´insectes

Lesa meira

Dauði trúðsins

Lesa meira

Todesgott

Lesa meira

Heksens tid

Lesa meira

Ein Herz so kalt

Lesa meira

Season of the Witch

Lesa meira