Beint í efni

Flati karlinn

Flati karlinn
Höfundar
Rose Impey,
 Moira Kemp
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1991
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Barnabókin The Flat Man eftir Rose Impey, með teikningum eftir Moira Kemp, í þýðingu Sjóns.

Úr Flata karlinum

Um nætur þegar úti er dimmt
og ég ligg undir sæng
og ég get ekki sofnað
heyri ég hljóð.

Ég heyri bank, bank, bank.
Ég veit alveg hvað það er.
Það er tré sem slæst til í vindinum.
Það bankar á rúðuna.
Það er allt og sumt.

En ég læt sem
flati karlinn vilji komast inn.
Hann bankar á rúðuna
með löngum og grönnum fingri.

Hleyptu mér inn, hvíslar hann.
Bank, bank, bank.

Ég leik mér að því að hræða mig.
Bara í gamni.

Ég heyri klirr, klirr, klirr.
Ég veit alveg hvað það er.
Járnbrautarlest fer hjá.
Húsið hristist
og gluggarnir glamra
eins og tennur í munni.
Það er bara það.

En ég læt sem
flati karlinn geri sig enn þynnri
og troði sér inn
undir gluggakarminn.

Þú lokar mig ekki úti, hvíslar hann.

Fleira eftir sama höfund

Hræddu mig í svefn

Lesa meira