Beint í efni

Glerborgin

Glerborgin
Höfundur
Paul Auster
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
1993
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Skáldsagan City of Glass eftir Paul Auster í þýðingu Braga Ólafssonar.

Úr Glerborginni

Peter var góður strákur. En það var erfitt að kenna honum orðin. Munnurinn á honum virkaði ekki rétt. Og svo var náttúrlega hausinn á honum ekki alveg í lagi. Hann sagði ba, ba, ba. Og da, da, da. Og na, na, na. Afsakaðu mig. Það tók mörg mörg ár. Núna er sagt við Peter: Þú mátt fara núna, við getum ekki orðið þér frekar að liði. Þú ert mannleg vera, Peter Stillman, sögðu þeir. Það er gott að trúa því sem læknarnir segja. Þakka þér fyrir. Þakka þér kærlega fyrir.

 Ég heiti Peter Stillman. Það er ekki mitt rétta nafn. Rétt nafn mitt er Peter Kanína. Á veturna er ég herra Hvítur, á sumrin herra Grænn. Hvernig líst þér á þetta? Ég segi þetta af fúsum og frjálsum vilja. Boru skellur mylsnu tuggu magi. Finnst þér þetta ekki fallegt? Ég er alltaf að búa til orð eins og þessi. Ég ræð ekki við það. Þau detta bara út úr mér án þess ég viti. Það er ekki hægt að þýða þau.

Spyrðu bara og spyrðu. Það þýðir ekki neitt. En ég segi þér það satt, ég vil ekki að þú sért miður þín, herra Auster. Þú hefur svo góðlátlegt andlit. Þú minnir mig bara á einhvern eða stunu, ég er ekki alveg viss hvort. Og augun þín horfa á mig. Já, já. Ég sé þau. Þetta er alveg ágætt. Þakka þér fyrir.

Þess vegna ætla ég að segja þér svolítið. Engar spurningar, takk fyrir. Þú ert að hugsa um framhaldið. Það er að segja pabbann. Hræðilega pabbann sem var svo vondur við Peter litla. Vertu rólegur. Þeir tóku hann og settu á dimman stað. Hann var lokaður inni og skilinn eftir. Ha ha ha. Afsakaðu mig. Ég er svo fyndinn stundum.

(s. 17)

 

 

Fleira eftir sama höfund

Maður í myrkri

Lesa meira

Mynd af ósýnilegum manni

Lesa meira