Beint í efni

Hlaupið í skarðið

Hlaupið í skarðið
Höfundur
J. K. Rowling
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
2012
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Skáldsagan The Casual Vacancy eftir J. K. Rowling, í þýðingu Ingunnar Snædal og Arnars Matthíassonar.

Pagford virðist mikill fyrirmyndarbær – en undir fögru yfirborðinu eiga allir í stríði við alla. Þegar Barry Fairbrother fellur frá og skilur eftir sig sæti í sveitarstjórninni verður það upphafið að mestu átökum sem orðið hafa í bænum.

Úr bókinni

Shirley var afskaplega stolt af hæfileikum sínum á Netinu. Hún hafði farið á kvöldnámeksið í Yarvil tíu árum áður, þar var hún einn af elstu nemendunum og sú hægasta. Engu að síður hafði hún þráast við, harðákveðin í að geta stýrt nýrri og spennandi vefsíðu sveitarfélagsins í Pagford. Hún skráði sig inn og fór inn á síðuna.

Stutt tilkyningin flæddi fram á síðuna svo auðveldlega að það var engu líkara en fingur hennar semdu hana sjálfir.

Barry Fairbrother sveitastjórnarfulltrúi
Það er okkur mikill harmur að greina frá andláti
Barrys Fairbrother sveitastjórnarfulltrúa. Við sendum
fjölskyldu hans hlýjar hugsanir á þessum þungbæru tímum.

Hún las þetta vandlega yfir, ýtti svo á ENTER og sá tilkynninguna birtast á skilaboðasvæðinu.

Drottningin hafði látið flagga í hálfa stöng yfir Buckingham-höll þegar Díana prinsessa dó. Hennar hátign var í miklum metum hjá Shirley. Hún velti tilkynningunni á heimasíðunni fyrir sér og var ánægð og sátt við að hafa gert það sem rétt var. Tekið sér hina bestu til fyrirmyndar …

Hún fór út af heimasíðu sveitarfélagsins í Pagford og fór inn á uppáhaldslæknasíðuna sína, þar sem hún sló með erfiðismunum orðin „heili“ og „dauði“ inn í leitarrammann.

Útkomur leitarinnar voru endalausar. Shirley skrollaði niður möguleikana, blíðleg augu hennar hvörfluðu upp og niður skjáinn, og hún velti því fyrir sér hver þessara banvænu möguleika, sem sumir hverjir voru algerir tungubrjótar, væri uppspretta gleði hennar þessa morgunstund. Shirley vann sem sjálfboðaliði á sjúkrahúsinu; hún hafði öðlast talsverðan áhuga á öllu læknatengdu síðan hún hóf störf á Héraðssjúkrahúsinu og átti það til að bjóðast til að sjúkdómsgreina vini sína.

Þennan morguninn gat hún þó ekki einbeitt sér að löngum orðum og sjúkdómseinkennum; hugsanir hennar flögruðu áfram með fréttirnar; hún tók saman lista yfir símanúmer í huganum. Hún velti því fyrir sér hvort Aubrey og Julia hefði heyrt af þessu, og hvað þau myndu segja; og hvort Howard mynd láta hana um að segja Maureen frá eða njóta þess að gera það sjálfur.

Þetta var allt svo ógurlega spennandi.

(24-5)

Fleira eftir sama höfund