Beint í efni

Hliðargötur

Hliðargötur
Höfundur
Jónas Þorbjarnarson
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2001
Flokkur
Ljóð

Úr Hliðargötum:

Grímsnes í myrkri

[brot]

3.

Myrkrið hér í Grímsnesi
veitir sama öryggi
og landslag dagsbirtunnar

hvort tveggja í ætt við
velferðarkerfið íslenska;
heimilisiðnað ...

en fagurfræðin mismunandi –
landslagshefðin fram á kvöld
núna sótsvört naumhyggja

4.

Í myrkrinu er notalega fátt
því til staðfestingar að maður sé til

augu sem rýna í myrkrið gætu eins verið myrkrið

og ósýnilegt fótatak
er varla til að byggja tilvist sína á –
einhver taktur

er ekki verið að tromma eitthvað allt annað en mig?

myrkrið gefur líka frá sér öðruvísi hljóð:
árnið

lágan takt og árnið

Fleira eftir sama höfund

Ljóð í Cold was that Beauty...

Lesa meira

Andartak á jörðu

Lesa meira

Ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira

Ljóð í ICE-FLOE, International Poetry of the Far North

Lesa meira

Ljóð í Jón á Bægisá

Lesa meira

Tímabundið ástand

Lesa meira

Ljóð í Zoland poetry

Lesa meira

Ljóð í 25 poètes islandais d'aujourd'hui

Lesa meira

Hliðargötur – Sideroads

Lesa meira