Úr Hliðargötum:
Grímsnes í myrkri
[brot]
3.
Myrkrið hér í Grímsnesi
veitir sama öryggi
og landslag dagsbirtunnar
hvort tveggja í ætt við
velferðarkerfið íslenska;
heimilisiðnað ...
en fagurfræðin mismunandi –
landslagshefðin fram á kvöld
núna sótsvört naumhyggja
4.
Í myrkrinu er notalega fátt
því til staðfestingar að maður sé til
augu sem rýna í myrkrið gætu eins verið myrkrið
og ósýnilegt fótatak
er varla til að byggja tilvist sína á –
einhver taktur
er ekki verið að tromma eitthvað allt annað en mig?
myrkrið gefur líka frá sér öðruvísi hljóð:
árnið
lágan takt og árnið