Úr Hljóðleikum:
Næturnar í Caracas
Í nóttinni heyrist hálfkæft óp.
Ég lít út og sé
konu sem er hreyfingarlaus,
mann sem stendur kyrr
og haggast ekki heldur.
Ég skoða þau betur
hálfvakinn í nóttinni.
Konan er sjónhverfing,
maðurinn er tré
sem heldur uppi laufkrónu
of þungri
of þungri fyrir heiminn
og nóttina innst inni.
Ég heyri skothvell.
Ekkert fellur.
Nóttin í Caracas heldur áfram.
(s. 30)