Beint í efni

Hvíti tígurinn

Hvíti tígurinn
Höfundur
Aravind Adiga
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2009
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um bókina

Skáldsagan The White Tiger eftir Aravind Adiga í íslenskri þýðingu Ísaks Harðarsonar.

Balram Halwai er frumkvöðull, þjónn, hugsuður og morðingi – í senn siðblint ljúfmenni og auðmjúkur fantur. Hann brýst úr fjötrum þorpsins sem ól hann og fjölskyldunnar sem kúgaði hann til þess eins að lenda undir hælum annarra þrælahaldara í stórborginni. En Balram er frábrugðinn hundruðum milljóna undirokaðra landa sinna: hann velur sér nýtt líf, þar sem hann er sjálfur sá sem mútar, kúgar og græðir.

Hvíti Tígurinn er saga um napran veruleika Indlands, saga um spillingu, örbirgð, kúgun, stéttaskiptingu og viðurstyggð sem viðgengst jafnt meðal fátækra og ríkra. Uppreisnarmaðurinn Balram játar opinskátt bresti sína og brot í háðskri frásögn sem um leið er bæði heillandi og sláandi.

Aravind Adiga hlaut Booker verðlaunin 2008 fyrir bókina.

Fleira eftir sama höfund