Beint í efni

Kastaníumaðurinn

Kastaníumaðurinn
Höfundur
Sören Sveistrup
Útgefandi
JPV
Staður
Reykjavík
Ár
2019
Flokkur
Skáldsögur

Skáldsagan Kastanjemanden eftir Sören Sveistrup, Ragna Sigurðardóttir þýddi úr dönsku.

 

um bókina

Í rólegu úthverfi Kaupmannahafnar finnst kona myrt og skelfilega limlest - aðra hönd hennar vantar. Fyrir ofan líkið hangir brúða gerð úr kastaníuhnetum. Á henni er fingrafar Kristine, tólf ára dóttur ráðherrans Rosu Hartung, sem hafði horfið ári fyrr. Eftir mikla leit var talið fullsannað að hún hefði verið myrt. Ungur maður játaði á sig morðið og situr bak við lás og slá...

Skömmu síðar finnst önnur kona myrt og á vettvangi er annar kanstaníumaður með fingrafari Kristine. Getur verið að hún sé á lífi? Hvað gengur morðingjanum til? Og hver verður næstur?
 

úr bókinni

Þau höfðu verið hamingjusömust á árunum í Singapore. Ferill hans flaug af stað með nokkrum snöggum fjárfestingum í líftæknifyrirtækjum og þau Anne urðu fljótlega hluti af flottum hópi enskra og amerískra útlaga. Hann rasaði bara út á henni stökum sinnum, venjulega vegna þess að hún brást kröfum hans um trygglyndi, sem meðal annars fólu í sér að hún brást kröfum hans um trygglyndi, sem meðal annars fólu í sér að hún átti að segja honum frá öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Á móti kom að hann gat lífgað upp á tilveru þeirra með skreppitúrum til Maldív-eyja og fjallgöngum í Nepal. En þegar börnin komu breyttist líf þeirra. Í upphafi hafði hann reyndar verið á móti hinum stóra draum Anne en smám saman sá hann eitthvað feðraveldislegt og heillandi við þessa fjölföldun sem hann sjálfur hafði svo oft talað um á fjölda stjórnarfunda í líftæknifyrirtækjum. Hann hafði átt erfitt vegna þess að gætði sæðis hans höfðu verið svo léleg að þau höfðu neyðst til þess að hafa samband við frjósemisstofnunina sem Anne hafði stungið upp á og sem forsmekk hafði hann lamið hana sundur og saman í þakíbúðinni vegna þess að hún hafði yfirhöfuð minnst á það. Níu mánuðum síðar hafði hann ekki fundið til neinnar gleði þegar litla stúlkan fæddist á Raffles Hospital, en hann hafði búist við að hún kæmi síðar. En það gerðist ekki. Ekki heldur þegar barn númer tvö fæddist eða öllu heldur alls ekki þegar barn númer tvö fæddist. 

( s. 241)

Fleira eftir sama höfund