Beint í efni

Konan með hundinn og fleiri sögur

Konan með hundinn og fleiri sögur
Höfundur
Anton Tsjekhov
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
1998
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Dama s sobatsjkoj í drúgíje rasskazy eftir Anton Tsjekhov. Árni Bergmann þýddi og skrifaði eftirmála.

Sögurnar lýsa því með útsmognu táknsæi, listrænni sparsemi, hófstilltri kímni og samúð í bland við skarpskyggna hæðni hvernig sjálfsblekking, fals, lágkúra, lygi og ofbeldi þjarma bæði leynt og ljóst að sönnum tilfinningum, mannlegri reisn og þeim dýrmætu vonum um fagurt mannlíf sem ekki slokkna - þrátt fyrir allt.

Úr Konunni með hundinn

Hún lagði af stað með hestvagni og hann fylgdi henni. Þau voru heilan dag á leiðinni. Þegar hún settist upp í vagn hraðlestarinnar og búið var að hringja í annað sinn sagði hún:
- Leyfðu mér að horfa á þig einu sinni enn. Einu sinni enn. Já svona.
Hún grét ekki en var döpur og eins og veik að sjá, andlit hennar titraði.
- Ég ætla að hugsa um þig... muna eftir þér, sagði hún. Guð veri með þér. Hugsaðu hlýtt til mín. Við erum að kveðjast fyrir fullt og allt, þannig verður það að vera, við ættum ekki að hittast aftur. Jæja þá, guð veri með þér.
Lestin ók hratt af stað, innan skamms voru ljós hennar horfin og mínútu síðar heyrðist ekki lengur til hennar eins og allt hefði af ráðnum hug tekið sig saman um að binda sem fyrst enda á þetta ljúfa algleymi, þetta brjálæði. Gúrov stóð einn eftir á brautarpallinum, horfði í dimman fjarskann og hlustaði á tístið í engisprettunum og suðið í símavírunum og fannst að hann hefði hrokkið upp úr svefni. Og hann hugsaði um að nú hefði gerst enn eitt ævintýrið í lífi hans, nú var því lokið og eftir voru minningarnar.

(s. 14-15)

Fleira eftir sama höfund

Kirsuberjagarðurinn: gamanleikur í fjórum þáttum

Lesa meira

Vanja frændi: atriði úr sveitalífinu, í fjórum þáttum

Lesa meira

Mávurinn: gamanleikur í fjórum þáttum

Lesa meira

Þrjár systur

Lesa meira

Freistarinn

Lesa meira

Um ástina

Lesa meira

Vinningsmiðinn

Lesa meira