Beint í efni

Leikrit I - II eftir Strindberg

Leikrit I - II eftir Strindberg
Höfundur
August Strindberg
Útgefandi
Strindbergsútgáfan
Staður
Reykjavík
Ár
1992
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Leikrit Augusts Strindberg í tveimur bindum, í þýðingu Einars Braga.

Úr bindi I, Faðirinn

LÆKNIRINN: Fyrirgefið, en ég held þér hafið ekki gert yður grein fyrir afleiðingum slíks athæfis. Komist hann á snoðir um að þér hafið gripið framfyrir hendurnar á honum bakvið tjöldin er tortryggni hans réttmæt, og við það magnast hún eins og hraunflóð. Þar að auki hafið þér með þessu hamlað gegn vilja hans og gert hann enn óeirnari en ella. Þér hafið trúlega sjálf fundið hvílíkum kvölum það veldur sálinni þegar heitustu óskir manns eru heftar, þegar viljinn er vængstýfður.
LÁRA: Hvort ég hef!
LÆKNIRINN: Já, gerið yður þá í hugarlund hvernig honum hafi fallið það.
LÁRA stendur upp: Það er liðið að miðnætti og hann ókominn heim. Nú má vænta hins versta.
LÆKNIRINN: En segið mér, frú, hvað gerðist eiginlega í kvöld eftir að ég fór; ég verð að vita allt.
LÁRA: Hann var með vangaveltur og allskyns hugaróra. Getið þér skilið aðra eins firru og þá að hann sé ekki faðir barnsins síns.
LÆKNIRINN: Það var skrýtið. Hví datt honum það í hug?
LÁRA: Ég veit ekki meir, nema það hafi sprottið af því að hann hafði verið að yfirheyra einn af strákunum út af barnsfaðernismáli og þegar ég tók upp hanskann fyrir stúlkuna æsti hann sig og sagði að enginn gæti fullyrt neitt um faðerni barns. Guð veit ég reyndi eftir megni að róa hann, en nú held ég öll von sé úti. - Fer að gráta.
LÆKNIRINN: Þetta getur ekki haldið svona áfram; hér verður að grípa til einhverra ráða en án þess hann gruni nokkuð samt. Segið mér eitt, hefur höfuðsmaðurinn gengið með svona grillur áður?
LÁRA: Fyrir sex árum var sama uppi á teningnum og þá viðurkenndi hann sjálfur, já meira segja í bréfi til læknisins, að hann óttaðist um geðheilsu sína.

(s. 242)

Fleira eftir sama höfund

Rauða herbergið: lýsingar úr lífi listamanna og rithöfunda

Lesa meira

Inferno

Lesa meira