Beint í efni

Lestarferðin

Lestarferðin
Höfundur
T. Degens
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
1985
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Barnabókin Transport 7-41-R eftir T. Degens í þýðingu Fríðu Á. Sigurðardóttur.

Úr Lestarferðinni

Loks virtist hann ánægður með útlit frú Lauritzen. Hann kom sér fyrir við hlið hjólastólsins. “Hvíldu þig nú,” hvíslaði hann að mér. “Við verðum að vera vel vakandi í fyrramálið.” Og brátt heyrði ég reglulegan andardrátt hans. Hann var sofnaður.

Hvernig gat hann sofnað? Ætlaði hann ekki að gera neitt í þessu? Ætlaði hann ekki að láta jarða hana? Eða vekja hitt fólkið og segja því að hún væri dáin? Ef það uppgötvaði lát hennar í fyrramálið mundi það fleygja henni beint út úr lestinni, og honum með.

Hvernig getum við vitað að það sé ekki smitandi?” heyrði ég konuna í kanínupelsinum æpa.

Þessi gamli heimskingi, hann er okkur öllum stórhættulegur.”

Hugsiði ykkur bara! Hann ætlaði að fela líkið í lestinni. Alla leiðina til Kölnar.”

Og það dygðu engin mótmæli né fullyrðingar um að hann vissi dánarorsökina. Hún væri elli. Eða það sem venjulega væri skaðlaust, hósti. Skaðlaust?

Var það ekki hóstinn sem hafði orðið henni að bana? Hann mundi aldrei geta sannfært þau. Hann yrði skilinn eftir á miðri heiðinni til að taka henni gröf. Og síðan yrði hann að ganga aftur höfuðborgarinnar.

Hvernig gat hann sofið? Kannski var það af því að hann var gamall, veikur og uppgefinn og hafði annast hana dag og nótt á ferðalaginu. Og hver vissi hvað marga daga og nætur áður? Kannski var hann einfaldlega orðinn of þreyttur til að geta vakað. Hann hafði gert það eins lengi og hann gat, en nú voru kraftar hans á þrotum.

(s. 47)

Fleira eftir sama höfund