Um bókina
Ugla sat á kvisti … Aðeins ég veit hver fær að lifa og hver mun deyja
Þegar þekktur læknir finnst myrtur á hroðalegan hátt í skóglendi bregður Kim Stone rannsóknarfulltrúa í brún við að uppgötva að fórnarlambið er Gordon Cordell – maður sem tengdist eldra sakamáli þar sem ung skólastúlka lét lífið. Gordon á sér vafasama fortíð en hver gat viljað hann feigan? Þegar rannsókn málsins er hafin lendir sonur Gordons í alvarlegu bílslysi og berst fyrir lífi sínu. Kim er handviss um að slysið hafi verið af mannavöldum. Svo finnst konulík við grunsamlegar kringumstæður og Kim áttar sig á tengslum fórnarlambsins við Russels Hall-sjúkrahúsið þar sem Gordon vann. Kim og liðið hennar syrgja enn fallinn félaga sinn en þurfa að kljást við einn hættulegasta raðmorðingja sem þau hafa fyrirhitt. Allt er í húfi. Tekst Kim að halda liðinu sínu saman og finna morðingjann áður en næsta fórnarlamb fellur í valinn? Morðinginn fer í gegnum fórnarlömbin á ógnarhraða og hefur ekki lokið sér af.
Úr bókinni
Kim dró djúpt andann áður en hún barði á dyr heimilisins sem þau höfðu heimsótt fyrr þennan sama dag.
„Stone rannsóknarfulltrúi,“ sagði Lilith Cordell undrandi. Í svip hennar mátti lesa áhyggjur, ótta, forvitni, þótt hún gæti ekki haft minnstu hugmynd um hvert erindi þeirra var. „Eruð þið búin að finna hann?“ spurði hún og vék til hliðar eins og það væri fullkomlega eðlilegt að Kim skyldi banka upp á klukkan fimm mínútur yfir miðnætt.
„Finna hvern?“ spurði Kim örlítið ringluð.
„Morðingjann, fulltrúi. Þið hljótið að vera hingað komin út af því, klukkan er orðin svo margt. Ég ætti að vera farin að sofa en ég er að bíða eftir Saul, eldri syni mínum.“
„Nei, frú Cordell, það er ekki þess vegna sem við komum,“ sagði Kim mjúklega. „Viltu ekki setjast?“
Luke birtist við hlið móðour sinnar, klæddur gráum íþróttabuxum og bol. Hann virtist yngri svona óformlega klæddur en var alveg jafn fjandsamlegur og fyrr um daginn. „Fulltrúi, ég vona að þið hafið góða ástæðu fyrir að -“
„Frú Cordell, fáðu þér vinsamlega sæti,“ sagði Kim og lét sem hún heyrði ekki til hans. „Við erum hingað komin út af Saul.“
Lilith lét fallast í sófann og teygði sig eftir hönd sonar síns. Hann tók í hana, nú jafn óttasleginn og móðir hans. „Er allt í lagi með Saul?“ spurði hún og var orðin náföl.
„Þí miður lenti hann í slysi á hraðbrautinni.“
„Ó, guð minn góður, er hann ... er hann ...?“
„Dáinn?“ lauk Luke spurningunni fyrir hana.
„Hann var lifandi þegar við fórum, en mjög illa farinn,“ sagði Kim itl að halda væntingum þeirra í skefjum. „Ég verð að segja ykkur að hann ar fastur í bílflakinu í þónokkurn tíma. ið fengum staðfest rétt áðan að hann ar fluttur með þyrlu á Russells Hall-sjúkrahúsið.“
„Lifandi?“ spurði frú Cordell skjálfrödduð.
„Já, en þið megið ekki gera ykkur of miklar onir. Slysið var -“
„Við verðum að fara til hans,“ sagði frú Cordell, stóð upp og sneri sér að Luke.
„Rólegan æsing,“ sagði Kim og stóð líka upp. Þessi kona átti erfitt með að láta segja sér fyrir verkum. „Við erum með bíl fyrir utan til að keyra ykkur þangað.“
Luke hristi höfuðið. „Ég get -“
„Ég verð að krefjast þess, herra Cordell,“ sagði Kim ákeðin „Í fyrsta lagi ætti hvorugt ykkar að keyra, þið eruð í áfalli, í öðru lagi eruð þið fljótari með lögreglubílnum ...“
„Fulltrúi, hvernig stendur á því að sonur minn lenti í þessu slysi?“ spurði frú Cordell af skarpskyggni.
„Við vitum ekki smáatriðin eins og er,“ viðurkenndi Kim „Það var forgangsatriði að losa son þinn úr bílnum.“
„Þú sagðir að þetta hefði verið slys,“ sagði konan.
Kim kinkaði kolli. „Enn vitum við ekki annað. Jæja, en lögreglubíllinn fer með ykkur á sjúkrahúsið og lögregluþjónninn verður með ykkur. Búið ykkur undir að fá ekki að sjá Saul strax og þegar þið fáið það -“
„Lögreglan leggur ekki í vana sinn að útvega bíl og gæslu fyrir fjölskyldur fórnarlamba umferðarslysa, er það?“
Kim hristi höfuðið. Frú Cordell var afar fljót að átta sig þrátt fyrir þau hroðalegu áföll sem hún hafði orðið fyrir.
„Þú heldur að þetta tengist, er það ekki? Morðið á manninum mínum og slysið sem sonur minn lenti í? Þú heldur að einhver sé að hefna sín á fjölskyldu minni?“
Kim hugsaði um týndu ljósmyndina úr rammanum í íbúð Cordells. Hún kinkaði hægt og einlægt kolli. „Já, frú Cordell. Ég held það.“
(s. 111-113)