Maxímús Músíkús fer á fjöll er fimmta bókin í flokknum um hina ómótstæðilegu músíkmús sem elskar tónlist og býr í gömlum kontrabassa í tónlistarhúsinu Hörpu. Fyrr hafa komið út Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina, Maxímús Músíkús trítlar í tónlistarskólann, Maxímús Músíkús kætist í kór og Maxímús Músíkús bjargar ballettinum. En Maxímús er ekki bara sögupersóna í barnabókum – hann er eiginlega sérstakur sendiherra Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Hörpunnar og hefur kynnt hljóðfæri og tónlist fyrir börnum árum saman með góðum árangri.
Maxímús Músíkus fer á fjöll

- Höfundar
- Hallfríður Ólafsdóttir,
- Þórarinn Már Baldursson
- Útgefandi
- Mál og mynd
- Staður
- Reykjavík
- Ár
- 2018
- Flokkur
- Barnabækur