Beint í efni

Minningar múmínpabba

Minningar múmínpabba
Höfundur
Tove Jansson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2019
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um bókina

Allir þekkja múmínálfana, þessar ævintýraverur sem hafa glatt ótal börn og fullorðna áratugum saman – í sjónvarpsþáttum, teiknimyndasögum, bíómyndum og ekki síst bókum.

Í annarri stórbókinni með sögum múmínálfanna birtist í fyrsta sinn á íslensku fjórða sagan í bókaflokknum, Minningar múmínpabba, þar sem hann segir frá æskuárum sínum og frækilegum ævintýrum á sjó og landi. Einnig eru hér fimmta og sjötta sagan, Örlaganóttin og Vetrarundur í múmíndal í þýðingu Steinunnar Briem.

Úr bókinni

Eitt dapurlegt og vindasamt ágústkvöld fyrir löngu síðan fannst hversdagslegur innkaupapoki á tröppum munaðarleysingahælis múmínálfanna. Í pokanum lá enginn annar en ég, frekar illa vafinn inn í dagblaðapappír.
   Hversu miklu rómantískara hefði ekki verið hefði ég verið lagður í sef í lítilli og fallegri körfu!
   Hvað sem þessu líður var hemúlan sem stofnaði munaðarleysingjahælið áhugamanneskja um stjörnuspeki (til heimilisnotkunar) og nógu skynug til að veita því athygli sem skrifað var í stjörnurnar við komu mína til jarðar. Allt benti til fæðingar afar óvenjulegs og gáfaðs múmínálfs og hemúlan hafði sem sagt áhyggjur af að ég yrði henni til vandræða (snillingar eru almennt álitnir óvingjarnlegir, en mér sjálfum hefur hinsvegar aldrei fundist það trufla mig).
   Staða stjarnanna er merkilegt fyrirbæri! Hefði ég fæðst örfáum stundum fyrr hefði ég orðið æstur pókerspilari og allir sem fæddust tuttugu mínútum á eftir mér fundu sig knúna til að ganga til liðs við Sjálfboðaliðahljómsveit hemúlanna (pabbar og mömmur geta aldrei farið nægilega varlega þegar þau setja börn inn í þennan heim og ég ráðlegg hverju einasta ykkar að beita nákvæmum útreikningum).
   Nóg um það, en þegar mér var lyft upp úr innkaupapokanum hnerraði ég kröftuglega þrisvar sinnum. Það hlýtur að hafa skipt töluverðu máli!
   Hemúlan setti innsigli á rófuna á mér og stimplaði það með töfratölunni þrettán vegna þess að hún hafði þegar tólf aðra munaðarleysingja í sinni umsjá.

(s. 19-20)

 

Fleira eftir sama höfund

Litlu álfarnir og flóðið mikla

Lesa meira

Hvað gerðist þá?

Lesa meira