Um bókina
Vissir þú að HRAFNAR geta hermt eftir hljóðum eins og páfagaukar? Á unglingsárum mynda hrafnar klíkur! En para sig oftast þegar þeir eru orðnir fullorðnir.
Það er ekki nóg með að MOSKÍTÓFLUGUR bíti – þær spræna líka á mann.
Það eru bara kvenflugurnar sem sjúga blóð, karlflugurnar sjúga safa úr blómum.
Allskonar staðreyndir um skrítnar skepnur – og teikningar eftir hina sænsku Maju Safström.