Beint í efni

Myrkravél

Myrkravél
Höfundur
Stefán Máni
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1999
Flokkur
Skáldsögur

Úr Myrkravél:

Ég sat uppi á þakskegginu, skítugur og illa sofinn með hamar í hendi og nagla í vösum og þóttist vera að vinna.
Af þakinu sá ég yfir alla borgina.
Við mér blöstu óteljandi hús og endalausar götur.
Steinsteypa og tími. 
Ég var einhvern veginn hvergi og ég hreyfðist ekki úr stað.
Mér var svo heitt að það var að líða yfir mig.
Mig langaði að grýta hamrinum eitthvað út í loftið og öskra á eftir honum.
Mig langaði að brjóta þögnina.
Ég var búinn að fá nóg.
Mig langaði að klóra úr mér augun og slíta úr mér tennurnar.
Ég var að missa vitið.
Og mér var mál að míga.
Húsmóðirin var að vinna í garðinum, en dóttir hennar lá í sólbaði.
Mig langaði að berja þær með hamrinum, troða ryðguðum nöglum upp í öll göt á þeim, brenna þær lifandi og míga síðan yfir sótsvört líkin.
Kerlingarherfan virtist einungis nenna að vinna í garðinum þegar dóttir hennar sleikti sólina.
Þannig gat hún fylgst með því að ég lægi ekki á gægjum.
En meðan hún var með annað augað á mér gat ég ekki migið niður af þakinu eins og ég var vanur.
Ég hataði hvert hár á höfði hennar.
Ég hataði alla fjölskylduna.
Og ég hataði húsið sem þau bjuggu í.
Ég klifraði niður stigann og gekk síðan yfir grasið í áttina til hennar þar sem hún var að klippa trén.
Hún varð skrítin í framan og horfði til skiptis á mig og dóttur sína sem lá berbrjósta á veröndinni.
Vantar þig eitthvað? spurði hún síðan.
Gæti ég fengið að míga hjá þér? spurði ég.
Hún varð á svipinn eins og ég hefði hrækt framan í hana. Það er salerni vinstra megin í forstofunni, stamaði hún síðan, þú getur notað það.
Þakka þér fyrir, sagði ég og gekk glottandi til baka.
Það var ekkert, tautaði hún og horfði á eftir mér fara inn í húsið. 
Inn í húsið þeirra.
Síðan hélt hún áfram að klippa trén.
Heimska hóra.
Ég hefði getað notað gljáfægða salernið og passað mig á að míga ekki út fyrir, þvegið mér vel og vandlega með bleiku sápunni, þurrkað mér í snjóhvíta handklæðið og farið síðan aftur út, en ég gerði það ekki.
Ég gerði dálítið annað.
Dálítið ljótt.
Ég fór inn í íbúðina þeirra.
Inn í stofuna.
Þar renndi ég niður buxnaklaufinni og byrjaði að míga.
Ég meig á teppið, húsgögnin, veggina, blómin og stytturnar.
Það rauk úr heitu hlandinu.
Þegar ég var búinn hristi ég síðustu dreggjarnar úr tittlingnum og þurrkaði mér síðan í gluggatjöldin.

(s. 57-58)

Fleira eftir sama höfund

Hótel Kalifornía

Lesa meira

Dyrnar á Svörtufjöllum

Lesa meira

Ódáðahraun

Lesa meira

Ísrael: Saga af manni

Lesa meira

Das Schiff

Lesa meira

Nero oceano

Lesa meira

Húsið

Lesa meira