Beint í efni

Náttúruleg skáldsaga

Náttúruleg skáldsaga
Höfundur
Georgi Gospodinov
Útgefandi
Dimma
Staður
Reykjavík
Ár
2013
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Skáldsagan Estestven roman eftir Georgi Gospodinov, í íslenskri þýðingu Aðalsteins.

Úr Náttúrulegri skáldsögu

Eftir því sem ég varð einangraðri í hjónabandinu, lokaðist af í sambandi við að ræða um það, þeim mun háðari varð ég klósettinu. Það var eins og ég gæti slakað á þar, í því herbergi og með því tungumáli.

Ég sökkti mér niður í alls kyns fræðirit og uppgötvaði með svolítið meinfýsinni velþóknun hvernig klósettið á feimnislegan hátt eða kannski með hálfvelgju, var útilokað. Tungumálið forðaðist viðsfangsefnið. Klósettið var viðfangsefni sem var ekki til og engin vísindagrein gerði tilkall til þess. Ég ákvað að leita upplýsinga um það sem einingar í rými, sem hluta af byggingarlist, sem byggingar. Ég las allt sem ég komst yfir um byggingarlist. Allt sem ég fann voru nokkrar lítilfjörlegar línur einhvers staðar í endann á annars ítarlegum köflum  um byggingar í sveit og borg, um svæði í miðbæ og úthverfum, um almenningsþjónustu og vatnsveitukerfi. Og þar með upptalið. Ég fór að lesa allt með klósettið í huga og bætti alls konar fróðleiksmolum við efnið, jafnvel þótt þá væri að finna í allt öðru samhengi. Þegar Garfinkel var að kanna Hefðbundna staði daglegra athafna eða þegar í félagsfræðinni var fjallað um það hversdagslega í daglegu lífi, fann ég með leyndardómsfullum fögnuði viðfangsefni mitt. Með mikilli ánægju las ég Alfred Schutz, sem rannsakaði heim beinnar félagslegrar reynslu (die Sociale Umwelt) þar sem „við ekki aðeins deilum með okkur nánustu liðnum æviskeiðum, heldur líka hluta af almennu rými í umheiminum. Þannig er líkami annarrar persónu innan míns svæðis og öfugt.“ Var ekki Schutz einmitt á þessum slóðum? Var klósettið ekki hluti af frumundirstöðu (Urgrund) þess sem augljóslega er skilyrðislaust, sem ætti að draga í efa, sem þarfnaðist skýringa. Schutz var útnefndur meistari innan þessarar nýju vísindagreinar, en viðfangsefni hennar yrði klósettið. Ég bauð líka til leiks Lyotard, sem var að leita að hinu sanna oikeion, skuggasvæði friðhelgi og einveru, sem er andstæðan við politikon. Ég vissi að hverju Lyotard var að leita.

Á fjórða áratugnum kvartaði Ortega y Gasset yfir því að „í gegnum veggi heimilisins þrengdi sér ónafngreint uppnám af torgum og breiðstrætum …“ Ég gæti boðið honum hljóðlátasta og einangraðasta herbergið hemia hjá mér. Síðasta athvarf siðmenningarinnar. Ég sá sjálfan mig sem nýjan Virgil, sem myndi leiða fólkið inní heimilislegt rými paradísar.

(51-2)

 

Fleira eftir sama höfund