Beint í efni

Núna

Núna
Höfundur
Þorsteinn frá Hamri
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2016
Flokkur
Ljóð

Úr Núna

Draumljóð

Öllum brotum
var þröngvað í sjónhending saman

og ég saknaði brotanna:

hvert um sig hafði sitt
líf, gljáa og lit.

Allt varð eitt,
heilt, en stirðnað í storku
sem líkt og samkvæmt tilskipun
gaf frá sér glit;

enginn vottur
innileiks, þrár eða kynngi ...

Ég lauk upp augum með létti:
í lautunum kringum mig sá ég
berin gefa bláan, svartan og rauðan
lit, hvern sínu lyngi.

(15)

Fleira eftir sama höfund

Tíu þjóðsögur

Lesa meira

Aladdín og töfralampinn

Lesa meira

Afmælisbréf til Snorra Hjartarsonar

Lesa meira

Tumi og Tóta

Lesa meira

Goggur, kisa og gamli maðurinn

Lesa meira

Gullbrá og birnirnir þrír

Lesa meira

Frásagnir Þórbergs

Lesa meira

Gullregn úr ljóðum Hallgríms Péturssonar

Lesa meira