Teikningar eftir Jean Posocco.
Úr Og það varst þú!:
- Er eitthvað að? spyr ég.
- Viltu lána mér
bleiku peysuna þína og ... og ...
lengra kemst Heiða ekki.
Stórt tár rennur niður kinnina á henni.
Ég stend eins og asni.
Hvað á maður líka að segja
þegar einhver fer að gráta,
einhver sem maður þoldi ekki
en sem maður þolir alveg núna?
Einhver sem manni finnst
kannski pínulítið vænt um.
Ég sé Heiðu í móðu ...
- Komdu, segi ég loks.
Við förum inn í herbergið mitt,
tínum allt út úr skápnum
og tæmum allar skúffur.
Heiða mátar og mátar.
Hún er minni en ég og feitari.
Samt getur hún notað margt.
Við hlæjum og hlæjum.
Eftir langa umhugsun
velur Heiða svartar gallabuxur
og útprjónaða peysu.
Sjálf á hún svarta skó.
Svo greiði ég þykka brúna hárið,
set það í fastafléttu.
Heiða er sæt!
Hver hefði trúað því?
(s. 29-31)