Beint í efni

Opnun kryppunnar

Opnun kryppunnar
Höfundur
Oddný Eir Ævarsdóttir
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
2004
Flokkur
Skáldsögur

Um Opnun kryppunnar

Undarlega gömul kona ruggar sé í óræðum tíma og rifjar upp krókótta leið sína frá endimörkum Íslandsbyggðar til útjaðra erlendra stórborga. Hún lýsir samskiptum sínum við íslenska bændur og erlenda geðlækna, brúðuleikhúsmenn, rithöfunda, spekinga og geðsjúklinga. Síðast en ekki síst greinir hún frá samskiptum sínum við Gosa, torkennilegan brúðusvein sem lifir með henni á mörkum draums og vöku og leggur sitt af mörkum við að fylla beitarhús íslenskra öræfa af evrópskri menningu í útrýmingarhættu.

 

Úr Opnun kryppunnar

 

Það þykir mikið lukkuspil að koma við kryppur. Á miðöldum hlupu börn uppi krypplinga á torgum og klukkuðu þá. Þeir snéru sér þá við í skugganum frá kirkjunni og urruðu. Börnin hlupu skelfd til baka en voru líka stolt: Þau höfðu tekið fyrstu skrefin inn í alvöru lífsins. Foreldrar hrifsuðu þau til sín og vöruðu þau enn og afatur við of mikilli nálægð við þessar skuggaverur því kryppa þeirra væri býkúpa pesta og farsótta, bústaður djöfulsins. Síðan lauk miðöldum og krypplingarnir urðu smám saman að saklausum fríkum

 

Af forvitni einni fór ég einn daginn inn í Vorrar frúar kirkju til að vita hvort hann sæi enn um bjölluspilið þar, kroppinbakurinn sæti. En þar var bara sjálfvirk hringing eins og í sumum neðanjarðarlestum og veðurstöðvum enda er ekki verið að vantreysta blessuðum batteríunum. Ég fór þó aldrei algera erindisleysu því inni í hliðarálmu kirkjunnar var einhvers konar freakshow með uppstoppuðum all time favorites-spekingum. Greifinn af Sade stóð þar sperrtur og sveittur og við hliðina á honum hinn hávirðulegi meistari sálarfræðanna, doktor Freud. Í rauf á þeim síðarnefnda mátti setja tíkalla og pikka inn draum liðinnar nætur með einu eða fleiri symbólískum stikkorðum. Ýta svo á annan takka og fá út ráðninguna á litlum strimli: Enn eruð þér bældar, opnið yður! Mér finnst ég hafa heyrt vísuna áður og gerði ekki mikið með hana. En þó fór hugur minn á flug aftur á bak.

 

(s. 37-38)

 

 


 

 

Fleira eftir sama höfund

Heim til míns hjarta: ilmskýrsla um árstíð á hæli

Lesa meira

Fæðingarborgin: bréfabók

Lesa meira

Álfrún. Milli alda

Lesa meira

Jarðnáðir

Lesa meira

Tierra de amor y ruinas

Lesa meira

Virsmas: ornitologams ir archeologams

Lesa meira

Land van liefde en ruïnes

Lesa meira

Prostori

Lesa meira

Terreni

Lesa meira