Teikningar eftir höfund
Úr Orðafar:
7-9-13
múrinn rís milli
gólffjalanna
rimlabúr fyrir mannapa
stendur við rúmgaflinn
nakinn
notar aldrei náttföt
þeir standa á miðju gólfi
(ráðherrarnir) dulbúnir
sem páfuglar
PÁ PÁ PÁ
fuglarnir æða um herbergið
rekast á rimlana
þú vaknar sveittur hugsar um
montmartre hæðina í parís
hversu margar maríuhænur rúmist
í einu wiskíglasi og hvað sé
svona sérstakt við berlín