Beint í efni

Óreiðum augum : heiðin ljóð

Óreiðum augum : heiðin ljóð
Höfundur
Eyvindur P. Eiríksson
Útgefandi
Andblær
Staður
Reykjavík
Ár
2001
Flokkur
Ljóð

Geisladiskur með upplestri fylgir.

Úr Óreiðum augum:

Steindeplan situr

Steindeplan situr uppi á klettinum og dillar sér og slær saman steinvölum, og ég sé að kóngulónum finnst ánægjulegt að spretta úr spori og þarna eru tvær og leika dans, þær hlaupa til og þær hlaupa frá. Aldrei hef ég sett mig inn í dans kóngulónna, ekki veit ég hvort þetta er ástadans eða topppopp. Þjóðsiðir kóngulóarinnar hafa ekki enn verið rannsakaðir eða félagshegðun, ekki mér vitanlega. Skemmtanalíf hennar ekki heldur. Né hafa menn skráð skoðanir hennar á fjölskyldulífi. Nema hvað þar ríkir pínapínast þörfin. Og steindeplan neglir þær glöðum goggi og gleypir þær dillandi sér.

Fleira eftir sama höfund

Hvaðan - þaðan

Lesa meira

Glass : Saga af glæpum og glöpum

Lesa meira

P - árbók III : þriggjagatabók, samanfiskað eiginhöfundarverk

Lesa meira

Sjálfgefinn fugl I, leikverk

Lesa meira

Hvenær?

Lesa meira

Fugl: VI – Hvað líður sumrinu ...? – smásögur 2

Lesa meira