Beint í efni

Ósjálfrátt

Ósjálfrátt
Höfundur
Auður Jónsdóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2012
Flokkur
Skáldsögur


Um Ósjálfrátt:Dag einn vaknar Eyja í sjávarþorpi vestur á landi, nýgift drykkfelldum karli sem er tuttugu árum eldri en hún. Þau búa á rauðu svæði, örfáum skrefum frá rústunum þar sem snjóflóð féll skömmu áður og hreif með sér nítján mannslíf.Röskar konur taka höndum saman til að koma ungu konunni frá eiginmanninum og í annað land, í samfloti með skíðadrottningu sem á ekki til orðið uppgjöf í orðaforða sínum. Löngu síðar skrifar Eyja sig aftur á sama stað til að reyna að skilja fortíðina, skáldskapinn í lífinu, fjölskyldu sína og þýðingu þess að vera skáldkona.Úr Ósjálfrátt:Söngkonan átti ábyggilega tuttugu ketti. Hún var umkringd síamsköttum sem horfði í kringum sig eins og hrokafullir lífverðir þegar hún söng. Stelpurnar þráðu að lifa lífinu hennar. Hvorug þeirra gat sungið, aftur á móti var ýmislegt hægt með pennaveskinu hennar Mömmu.Skriffærin minntu á töfrasprota. Þær sköpuðu framandi heima og stigu inn í þá með barbídúkkunum sínum til að safna síamsköttum, syngja óperur og panta regnhlífakokkteila af skrykkjóttum þjónum.Eyju dreymdi um að búa ein með bæði köttum og hundum, þannig dæmdi hún sjálfa sig til að koma heim úr skólanum með tárin í auguum. Nemendunum hafði verið sett fyrir að lýsa sinni óskaframtíð í hundrað orðum og eyja orðið að athlægi þegar kennarinn sagði að það yrði svo mikil ólykt heima hjá henni með öll þessi dýr að enginn ætti eftir að vilja heimsækja hana.Æ, hvað fólk getur verið innilega boring, dæsti Mamma þegar hún þerraði tárin af Eyju.Nú er ég bæði feit og vond lykt af mér, snökti dóttirin. Og strákarnir sögðu að ég væri tík því ég myndi bara eignast hvolpa en engin börn.Angan Fína Imba Frans, þú vilt hvort sem er vera hundur, kímdi Mamma útsmogin. Manstu þegar þið Agga geltuð í heilan dag?Já, hún mundu það og brosti. Faðmaði mömmu sína, heita, hlýja, ilmandi; uppsprettu skilnings og ós sannleikans.Manna færust í að sætta sig við orðinn hlut.Hún hafði farið í fyrstu kvennagönguna á sínum tíma. Ung móðir, rétt byrjuð að lifa lífi mömmu sinnar nema án fjárhagslega öryggisins sem fylgdi því að vera gift miðaldra þjóðskáldi. Síðan eignaðist hún fleiri börn og glutraði skrifunum niður í klósettið með kúknum úr koppinum – flissaði hún og sagðist hvort sem er ekki vera nógu rómantísk til að skrifa.Nei, það var bara Gamli maðurinn sem var nógu rómantískur til þess. Hann pabbi, eins og amma kallaði manninn sinn því hann var pabbi dætra hennar. Hann var svo rómantískur að þrjátíu árum seinna, þegar Eyja gaf út skáldsögu í öðru landi, spurði lífsleiður bókmenntablaðamaður hvort hún skrifaði út af afa sínum.Hún hugsaði sig um. Var það? Byrjaði það allt saman þannig, fór hún að skrifa því allir vildu alltaf þekkja afa hennar?Hana rámaði í að hafa sníkt sælgæti út á ætternið en varla hafði hún skrifað öll þessi ár bara til að fá nammi. Vissi blaðamaðurinn hvað fólst í því að skrifa?Allt í einu dauðlangaði hana að segja: Ég skrifa því ég hef alltaf staðið nærri fólki sem þjáist af óseðjandi þorsta. Það þambar áfengi eins og hvítvoðungur brjóstamjólk. Og ég þrái að skilja af hverju. En ekki misskilja mig, ég er þakklát þessu fólki. Það hefur gefið mér allt, án þess væri ég ekki ég.Hún sá fyrir sér hvernig bókmenntablaðamaðurinn lyfti brúnum. Snöggvast hlaupið líf í tilveru hans. Eitthvað nýtt þegar hún segir: Ég er ekki rithöfundur af því afi minn fékk bókmenntaverðlaun heldur af því að mamma mín er alkahólisti.En hún sagði það ekki.(73-5)


Fleira eftir sama höfund

Daarginds

Lesa meira

Folket i kjällaren

Lesa meira

Fólkið í kjallaranum

  
Lesa meira

Litli lögfræðingurinn

Lesa meira

Stjórnlaus lukka

Lesa meira

Algjört frelsi

Lesa meira

Vetrarsól

Lesa meira

107 Reykjavík

Lesa meira

Stóri skjálfti

Lesa meira