Beint í efni

Óttinn læðist

Óttinn læðist
Höfundur
Gunnhildur Hrólfsdóttir
Útgefandi
Ísafold
Staður
Reykjavík
Ár
1992
Flokkur
Barnabækur

Úr Óttinn læðist:

- Þegar búið verður að létta af höftum og bönnum í þessu landi ætla ég að borða epli og smjör á hverjum degi, sagði Hildur mamma Elínar hátíðleg og lagði skömmtunarseðil fyrir smjörlíki, sem hún hafði verið að klippa út, á eldhúsborðið.
Til að fá afgreiddar nauðsynjavörur þurfti að framvísa skömmtunarseðlum eftir fjölskyldustærð.
- Og ég ætla að kaupa kjólefni og mörg pör af nælonsokkum sagði Erna sem var í gömlum sokkum sem voru rúllaðir niður á ökklana.
Þær hlógu við tilhugsunina, og Elín og Ásdís sem voru niðursokknar í að velja sér úr pöntunarlista litu undrandi á þær.
- Já og mörg pör af skóm, bætti Hildur hlæjandi við.
- Hvað eru þær að tala um? spurði Ásdís og leit á Elínu. Elín vissi það ekki en skoðaði nýja mynd í pöntunarlistanum, sem þær kölluðu „príslista“ og mæður þeirra höfðu einhvern vegin eignast.
Stelpunum fannst listinn hreinasta gersemi. Að vísu var það ljóst að aldrei gætu þær eignast neitt af þeim dásemdum sem listinn sýndi en þær völdu sér fallega kjóla og skart þar sem þær sátu á eldhúsgólfinu með listann á milli sín.
Hildur hellti kaffi í bolla.
- Ætlarðu að reyna við efnin í fyrramálið?
- Ég þarf þá að vakna snemma, það verður biðröð, svaraði Erna og bleytti sykurmola í kaffinu, en ég má til með að reyna að ná í efnisbút í kjól á Ásdísi og ég tala nú ekki um ef ég fengi líka efni í buxur á strákana.
- Viltu ekki fá gömlu buxurnar hans Trausta til að sauma upp úr? spurði Hildur.
- Jú, þakka þér fyrir, svaraði Erna þakklát, ef þú ætlar ekki að nota þær sjálf.
- Nei, nei, svo kemur sendingin frá mömmu með Esjunni næst.

(s. 37-38)

Fleira eftir sama höfund

Leyndarmál

Lesa meira

Spor í rétta átt

Lesa meira

Allt annað líf

Lesa meira

Það sem enginn sér

Lesa meira

Sjáumst aftur . . .

Lesa meira

Komdu að kyssa

Lesa meira

Þegar stórt er spurt...

Lesa meira

Ránið

Lesa meira