Um bókina
Þriðja Eddu-bókin.
Á bjartri sumarnóttu fellur þekktur athafnamaður fram af svölum blokkaríbúðar þar sem erlent verkafólk situr að drykkju. Edda getur ekki annað en skipt sér af málinu, enda býr hún í húsinu og þekkir einn af útlendingunum. Þar að auki veit hún ýmislegt misjafnt um manninn sem datt – eða var honum hrint?
Sömu nótt kveikir grandvar snyrtifræðingur í íbúð sinni við Vesturgötu. Brennuvargurinn reynist vera mamma Viktors, tengdasonar Eddu, sem biður hana um aðstoð við að upplýsa undarlega hegðun móður sinnar.