Beint í efni

Prívat og persónulega

Prívat og persónulega
Höfundur
Birgir Sigurðsson
Útgefandi
Óskráð
Staður
Reykjavík
Ár
2009
Flokkur
Smásögur

Um bókina

Þetta er bók um mig og þig. Ást okkar. Gleði. Fyndni. Sorg. Skáldskapur sem snertir okkur, kemur okkur við, því það er ekkert í þessari bók sem við höfum ekki reynt á okkur sjálfum. Og sögumaðurinn er einn af okkur; þér, mér og öllum hinum.

Úr Bókinni

Ég átti í ástarsambandi við tuttugu og fjögurra ára konu þegar ég var fimmtán ára. Ég elskaði hana mjög heitt. Mér fannst í fyrstu að þetta samband hefði endað illa. Síðan fannst mér að það hefði endað vel. Því ég fann til léttis þegar því lauk. Jafnvel hamingjukenndar. En hamingjukenndin entist ekki. Tveimur árum síðar var ég enn í sárum. Og þau greru illa. Ég gat ekki losnað við þessa konu úr huga mér. Það var engu líkara en ég væri bundinn henni órjúfanlegum böndum. Ég hugsaði sífellt um hana. Og mig dreymdi hana á næturnar. Ég náði mér ekki á strik. Allra síst í kvennamálum. Ég átti erfitt með að nálgast stúlkur. Og eiginlega meira en það: Ég reyndi það ekki einu sinni. Og eiginlega meira en það: Ég fann til óvilja þegar mér varð hugsað til þess. Ég komst ekki út úr þessu ástandi. Og mér leið sífellt verr. Ég hafði aldrei sagt neinum frá þessu ástarsambandi. Nú fannst mér ég yrði að gera það: Segja allt af létta.
(s. 109-110)

Fleira eftir sama höfund

Grasið syngur

Lesa meira

Grasmaðkur : leikrit í fjórum þáttum

Lesa meira

Frá himni og jörðu

Lesa meira

Håbets dag : skuespil i fire akter

Lesa meira

Algjört rugl

Lesa meira

Ljósið í vatninu

Lesa meira

Dínamít : leikrit í fjórtán atriðum

Lesa meira

Tag der Hoffnung: Schauspiel in vier Akten

Lesa meira

Andsvör við umfjöllun um Svartan sjó af síld

Lesa meira