Beint í efni

Skáld-Rósa

Skáld-Rósa
Höfundur
Birgir Sigurðsson
Útgefandi
Lystræninginn
Staður
Þorlákshöfn
Ár
1978
Flokkur
Leikrit

Frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1977.

Úr Skáld-Rósu:

1. þáttur 2. atriði

Morgunn tveim dögum síðar. Myrkur en mótar fyrir Önnu Sigríði. Hún stendur á sama stað og í lok fyrsta atriðis en hefur nú sjal um herðar. Mynd hennar skýrist í afmörkuðu ljósi. Hún horfir á Rósu þar sem hún sefur. Hún er tuttugu og tveggja ára. Rósa sést lítt eða ekki fyrr en ljós beinist að henni - hægt. Hún er nakin í rúminu (mjög algengt var á þessum tíma að fólk svæfi nakið). Axlir hennar og handleggir sjást. - Augu hennar ljúkast snöggt upp. Hún rís upp í rúminu, felmtsfull, áttar sig ekki á hvar hún er. - Sér Önnu Sigríði.

ANNA SIGR.: Guð gefi þér góðan dag Rósa.
RÓSA: Góðan dag. Ég hef víst... Ég hef víst sofið of lengi.
ANNA SIGR.: Þú svafst svo vel að ég tímdi ekki að vekja þig. Páll sefur enn. Hann var alveg úrvinda. Ég náði varla að draga af fótunum á honum áður en hann valt út af.
RÓSA: Ég hef aldrei orðið eins þreytt. Þegar ég lagðist út af og lokaði augunum sá ég endalausan snjó. Ég held mig hafi dreymt snjó í alla nótt (brosir). Ég sá varla út úr augunum þegar ég vaknaði (Anna Sigr. sest á rúmið hjá henni).

Stutt þögn.

ANNA SIGR.: Ég mátti til með að horfa dálítið á þig. Ég hafði hér um bil gleymt hvernig þú lítur út.
RÓSA (brosir): Ekki síðan í nótt þó?
ANNA SIGR.: Síðan þú varst á Möðruvöllum eru tvö ár.
RÓSA: Það var ennþá lengra frá því ég hafði séð... (hættir við). Frá því ég sá pabba og Jón eru líka tvö ár.

Stutt þögn.

(léttilega): Þeir héldu víst að þeir sæju draug þegar ég vakti þá í nótt. Það átti enginn von á að við kæm...
ANNA SIGR. (grípur fram í): Hef ég breyst?

Stutt þögn.

RÓSA: Nei. Þú hefur ekki breyst.
ANNA SIGR.: En Páll? Finnst þér Páll hafa breyst? - Það var ennþá lengra frá því að þú hafðir séð hann.

(s. 19-20)

Fleira eftir sama höfund

Grasið syngur

Lesa meira

Grasmaðkur : leikrit í fjórum þáttum

Lesa meira

Frá himni og jörðu

Lesa meira

Håbets dag : skuespil i fire akter

Lesa meira

Algjört rugl

Lesa meira

Ljósið í vatninu

Lesa meira

Dínamít : leikrit í fjórtán atriðum

Lesa meira

Tag der Hoffnung: Schauspiel in vier Akten

Lesa meira

Andsvör við umfjöllun um Svartan sjó af síld

Lesa meira