Um bókina
The Surgeon eftir Tess Gerritsen í þýðingu Hallgríms H. Helgasonar.
Morðingi gengur laus í Boston, nefndur „Skurðlæknirinn“ af gildri ástæðu. Blóðugar aðfarir hans eru úthugsaðar, einbeitnin ískyggileg og konurnar – sérvalin fórnarlömb sem búa ein – fullkomlega varnarlausar þegar þær vakna með óhugnaðinn yfir sér.
Thomas Moore og Jane Rizzoli, sem leiða rannsókn málsins, leita til Catherine Cordell læknis sem tveimur árum fyrr varð fyrir svipaðri árás. En þó að Catherine hafi tekist að drepa kvalara sinn er hún ekki laus við hryllinginn því „Skurðlæknirinn“ virðist vera hermikráka sem nálgast hana nú skref fyrir skref, eins og bráð. Og lögreglan megnar ekki að stöðva veiðimanninn sem þekkir til hlítar djúpstæðasta ótta kvenna – og nýtur hans í botn.