Um þýðinguna
Þýðingar Sölva á sonnettum John Keats. Með eftirmála Sölva: John Keats og ljóðlistin.
Úr Sonnettum
Ein nótt í draumi
Hve heitt ég kysi að vikan væri öld,
hver viðskilnaður boð um nýjan fund;
svo ársins gæfa yrði þúsundföld,
og endurfunda að vænta hverja stund.
Hve lengi við í láni ættum þá
slíkt líf, að tíminn sjálfur yrði ei neitt,
en dagsstund hver í draumi liði hjá
sem dýrðleg gæfa yfir lífsskeið breitt.
Ó, hversu ljúft að sigla um heimsins höf
og halda á hverjum degi í fjarlæg lönd.
að lifa allt, án þess að þola töf,
og þétta um líf vort saman eilíf bönd.
Í nótt, ó ástin mín, ég ljóst hef lært
að líf sem slíkt er hverjum manni fært.
(45)