Beint í efni

Sorgargondóll og fleiri ljóð

Sorgargondóll og fleiri ljóð
Höfundur
Tomas Tranströmer
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2001
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Sorgegondolen (1996) eftir Tomas Tranströmer í þýðingu Ingibjargar.

Úr Sorgargondól

Nóvember í fyrrum DDR

Almáttugt kýklópsaugað hvarf á bak við ský
og grasið hristi af sér kolarykið.

Lúbarin af draumum næturinnar
stígum við um borð í lestina
sem stansar á hverri stöð
og verpir eggjum.

Það er fremur hljótt.
Glamrið í kirkjuklukkufötunum
sem vatnið var sótt í.
Og ófrávíkjanlegur hósti einhvers
sem úthúðar öllu og öllum.

Steinlíkneski bærir varirnar:
það er borgin.

Þar ríkir járnharður misskilningur
meðal sjoppufólks slátrara
blikksmiða sjóliðsforingja
járnharður misskilningur, háskólamanna.

Hvað mig verkjar í augun!
Ég hef lesið við daufa birtu ljósormalampanna.

Nóvember býður uppá granítkaramellur.
Óútreiknanlegt!
Einsog veraldarsagan
sem hlær á vitlausum stað.

En við heyrum glamrið
í kirkjuklukkufötunum þegar vatnið er sótt
hvern miðvikudag
- er miðvikudagur? -
áður voru þeir sunnudagarnir okkar!
 

Fleira eftir sama höfund