Um þýðinguna
Úrval ljóða eftir Ko Un, eitt helsta skáld Norður-Kóreu, í þýðingu Gyrðis Elíassonar.
Gyrðir ritar einnig inngang um höfundinn og fjölþætta listasköpun hans.
Úr þýðingunni
Aspartré
Ég stóð allan daginn
orðalaust í vindhviðunum.
Ég harkaði af mér óveðrið
og klemmdi aftur augun.
Að lokum dvínaði stormurinn
og tíu þúsund lauf spruttu fram.