Beint í efni

Sumardauðinn

Sumardauðinn
Höfundur
Mons Kallentoft
Útgefandi
Uppheimar
Staður
Akranes
Ár
2011
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Sommardöden eftir Mons Kallentoft í þýðingu Ísaks Harðarsonar.

Á heitasta sumri í manna minnum eru íbúar Linköping þjakaðar af kæfandi svækjunni og hvæsandi skógareldum. Stúlka á táningsaldri - sem man ekkert hvað gerðist - finnst nakin og blóðug í almenningsgarði. Niðri á ströndinni kemur annar óhugnaður í ljós og það rennur upp fyrir Malin Fors að hitabylgjan er ekki helsta áhyggjuefnið - einkum þar sem dóttir hennar sjálfrar er á sama viðkvæma aldrinum og fórnarlömbin tvö.

Sumardauðinnn, önnur bókin um Malin Fors, segir áhrifamikla sögu af gæfulausri ást og kolsvartri illsku - og skelfingunni þegar ógnin beinist að því sem Malin Fors stendur hjarta næst...

Úr Sumardauðanum

Daníel Högfeldt hefur slökkt á símanum sínum, er búinn að ljúka við greinarnar um morðið fyrir morgundaginn. Finnur sér afdrep í einu furndarherbergjanna á ritstjórninni og hallar sér þunglamalega aftur á bak í einum af óþægilegu stónunum.
Vill vera einn.
Það er eins og  líkaminn krefjist næðis.
Hann hugsar um Malin.
Hvar ertu núna?
Við erum tvær órólegar sálir sem rákust hver á aðra hér í bænum og stundum hittumst við og leikum alltaf sama leikinn. Sú var tíðin að hann hafði haldið leikinn þeirra vera ást. En ekki lengur. Hann veit, eða heldur sig vita, nákvæmlega hvað hann vill fá hjá Malin Fors. Og hvað hún vil fá hjá honum. Útrás fyrir helling af kynorku, og það er þess vegna sem þeim líður svona vel saman í rúminu: þau vilja bæði það sama og vita að því öflugri sem ástaratlotin eru, þeim mun betra.
En stundum.
Þegar hún sofnar við hlið hans og hann liggur og horfir á hana þá efast hann stundum.
Er það hún sem hann er að leita að?
Er hún hans?
Nei, best að gefa ekki vonbrigðunum færi. Hann veit ekki mikið um hana, en hún er með margar myndir af Janne, sínum fyrrverandi, í íbúðinni. Virðist vera gagntekin af honum. Og af dóttur sinni.
Hvar ertu núna, Fors?
Daníel stendur upp.
Þrammar eirðarlaus um herbergið, eins og til að reyna að draga úr tilfinningunni um að tíminn líði allt of hægt.

(s. 214-215)

Fleira eftir sama höfund

Sálir vindsins

Lesa meira