Beint í efni

Svartir englar

Svartir englar
Höfundur
Ævar Örn Jósepsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2003
Flokkur
Skáldsögur

Úr Svörtum englum:

„Eiki, hættu – hættu þessu, það er einhver þarna.“ Eika datt ekki í hug að hætta. „Í alvöru, Eiki, hættu, það er einhver þarna.“ Sara Dögg, tvítug, þybbin, stuttklippt, smáfríð og ákveðin stúlka úr Hlíðunum ýtti slánanum Eika onaf sér þráttfyrir öll mótmæli, stóð upp og lagaði pilsið og blússuna. „Einhver helvítis perri. Eða róni. Liggur bara þarna. Sérðann ekki?“ Eiki muldraði eitthvað og renndi treglega upp buxnaklaufinni.
„Hvar?“ spurði hann svo og rýndi með henni inní runnana. „Þarna.“ Óþolinmæðin leyndi sér ekki í rómnum. „Ertu sjónlaus líka?“ Hvað meinti hún, „líka?“ Hann fylgdi fingrinum með augunum. Það var eitthvað þarna. Eða einhver.
„Hey,“ galaði hann og óð af stað gegnum runnann, „drullaðu þér í burtu.“ Maðurinn lá samanhnipraður og ríghélt um eitthvað sem helst líktist brennivínspela í bréfpoka. Hann haggaðist ekki. „Hey þú – helvítis ógeðið þitt þarna, drullaðu þér í –“ Eiki potaði hikandi í hann með fætinum „– burtu ...“ Hann ýtti aðeins fastar. Og ruddist sömu leið til baka, móður og másandi. Spýjan stóð útúr honum áður en hann kom upp orði. Sara starði á hann með fyrirlitningarsvip.
„Hvað er að þér?“
„Hann – er – dauður ...“ hikstaði Eiki á milli spýjanna. Fyrirlitningin blandaðist saman við vantrú og hún flýtti sér í gegnum runnann. Settist á hækjur sér og lagði fingur á hálsinn á manninum. Óskup er hann lítill, greyið, hugsaði hún, og dró gemsann uppúr pilsvasanum. Hann er ekkert dauður, krípið þitt,” kallaði hún. „Það vantar sjúkrabíl,“ sagði hún svo í símann, „í Öskjuhlíðina. Beint á móti Loftleiðum, kannski tvöhundruð metra frá veginum ...“

(s. 178-179)

Fleira eftir sama höfund

Sá yðar sem syndlaus er

Lesa meira

Betra bak: leiðir til að styrkja bakið og losna við eymsl og verki

Lesa meira

Blodbjerget

Lesa meira

Dunkle Seelen

Lesa meira

Svarta änglar

Lesa meira

Leðurblakan

Lesa meira

Wer ohne Sünde ist

Lesa meira

Land tækifæranna

Lesa meira

Tabú: Hörður Torfason - ævisaga

Lesa meira