Beint í efni

Tár úr Steini

Tár úr Steini
Höfundur
Sveinbjörn I. Baldvinsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1998
Flokkur
Barnabækur

Anna V. Gunnarsdóttir myndskreytti.

um bókina

Einu sinni var lítill tröllastrákur sem átti heima í helli hjá pabba sínum og mömmu. Oft sat hann í hellismunnanum og horfði á mannabörnin og álfana leika sér í sólinni. Eina nóttina stalst hann að heiman til að sjá hafið og löndin á bak við fjöllin...

úr bókinni

   - Af hverju viltu gefa mér stein, pabbi? spurði hann.
   - Þetta er ekki venjulegur steinn, sagði pabbi, þetta er töfrasteinn sem ég fann undir klettadrang uppi á heiði.
   - Hvað getur hann gert? Spurði strákurinn.
   - Geymdu hann vel og á morgun skal ég segja þér það sagði pabbi.
   Eldsnemma morguns, daginn eftir, gengu pabbinn og strákurinn upp á heiðina og strákurinn var með nýja steininn sinn í vasanum. Þeir námu staðar við skrýtinn klettadrang sem stóð einn og stakur neðan við græna fjallshlíð með hamrabelti fyrir ofan, þar sem mátti sjá dálítinn hellismunna ef vel var að gáð. Þar settust þeir.
   - Hér fann ég steininn þinn, sagði pabbi. Og svo sagði hann söguna um steininn.
 

Fleira eftir sama höfund

Hraunið

Lesa meira

The Stone Tear

Lesa meira

Ljóð handa hinum og þessum

Lesa meira

Þetta verður allt í lagi

Lesa meira

Icemaster

Lesa meira

Strákahöllin

Lesa meira

Icemaster

Lesa meira

Shooting Dreams

Lesa meira

Visiting hour

Lesa meira