Um bókina
Zeralda's Ogre eftir Tomi Ungerer í þýðingu Sverris Norland.
Vikum saman hafa börnin í bæjarfélaginu þurft að fela sig í trjábolum, tunnum og kjöllurum til að komast hjá því að lenda í gogginum á sísvöngum tröllkarli. Sigríður nefnist ung og ráðagóð stúlka. Hún er upprennandi listakokkur og býr í rjóðri í skóginum ásamt föður sínum. Þau hafa aldrei heyrt á tröllkarlinn minnst. Einn góðan veðurdag hittir hún hann fyrir og líf beggja breytist til frambúðar, þökk sé ráðkænsku og hugrekki Sigríðar.