Um þýðinguna
Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda ræða um búddisma og kommúnsima. Birgitta Jónsdóttir og Jón Karl Stefánsson þýddu.
Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda koma úr gerólíku umhverfi og aðhyllast ólíkar skoðanir. Það kemur þó ekki í veg fyrir að þeir geti átt einlægar samræður um helstu álitamál 20. aldarinnar. Í þessari bók ræða þeir reynslu sína og skoðanir á trúarbrögðum, stjórnmálum, félagsmálum og umhverfismálum svo að eitthvað sé nefnt. Þeir hafa báðir getið sér orð fyrir baráttu sína fyrir friði í heiminum og eru niðurstöður þeirra ekki síst þær að samræður ólíkra menningarheima séu eitt helsta skilyrði þess að skapa möguleika á friði og félagslegu réttlæti á 21. öldinni.