Um þýðinguna
Safn ljóða belgíska ljóðskáldsins Willem M. Roggeman í þýðingu Sigurðar Pálssonar, sem ritar einnig eftirmála.
Úr bókinni
I
Samt er það þarna allt saman aftur.
Orð í röð á pappírnum.
Marrar í hvítu á vetri tungunnar.
Hann sem áður var ekki til nema í draumum.
Rödd hans sjáanleg í speglinum
þegar hann segir við gestinn í dyrunum:
Tökum frá örlítinn skammt af lífi
fyrir morgundaginn og næsta dag,
svo fremi eitthvað sé eftir.
Núna er allt kristaltært í huga hans,
hugmyndir settar fram á réttan hátt,
tilbúnar að setjast hér að.
Staður til að vera á um kyrrt.
Augnablik sem endist lengi.
Og fullt af löngunum.
(15)