Beint í efni

Uppfinning Morels

Uppfinning Morels
Höfundur
Adolfo Bioy Casares
Útgefandi
Kind
Staður
Reykjavík
Ár
2014
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Skáldsagan La invención de Morel eftir Adolfo Bioy Casares í þýðingu Hermanns.

Birtist í 2. tölublaði tímaritsins 1005.

Úr bókinni

Á klettunum situr kona og horfir á sólsetrið öll kvöld. Hún er með skærlitan klút um höfuðið; hendurnar hvíla á öðru hnénu, önnur hofan á hinni; sólskin á meðgöngutíð móður hennar hlýtur að hafa varpað varanlegum gullinroða á húðina. Augun, svart hárið og barmurinn, allt í fari hennar minnir á eina af þessum bóhemum eða spænsku stúlkum á auvirðilegustu málverkum.

Samviskulsamlega eyk ég við blaðsíðufjölda þessarar dagbókar en vanræki pappírana sem munu réttlæta áralangt skuggaráf mitt um jörðina (Málsvörn gegn eftirlifendum og Lof Malthusar). Eigi að síður felst varúðarráðstöfun í því sem ég skrifa í dag. Þessar línur standa af sér mitt sannfæringaflökt, óhaggaðar. Ég verð að bregðast við nýrri vitneskju: hyggilegast er, öryggis míns vegna, að hafna algerlega allri utanaðkomandi aðstoð.

(XVIII – XIX)

Fleira eftir sama höfund