Beint í efni

Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness

Bókaútgáfan Vaka – Helgafell stofnaði árið 1995 til Bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness í samráði við fjölskyldu skáldsins. Megintilgangur verðlaunanna var að efla íslenskan sagnaskáldskap og stuðla þannig að endurnýjun íslenskrar frásagnalistar.

Verðlaunin voru veitt árlega að hausti fyrir nýja og áður óbirta skáldsögu eða smásagnasafn. Verðlaunabókin kom út sama dag hjá Vöku – Helgafelli.

2004

Gerður Kristný: Bátur með segli og allt

2002

Ari Trausti Guðmundsson: Vegalínur

2001

Bjarni Bjarnason: Mannætukonan og maður hennar

2000

Gyrðir Elíasson: Gula húsið

1999

Engin verðlaun veitt

1998

Sindri Freysson: Augun í bænum

1997

Eyvindur Eiríksson: Landið handan fjarskans

1996

Skúli Björn Gunnarsson: Lífsklukkan tifar : smásögur

1995

Engin verðlaun veitt