Beint í efni

Íslenskar tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs eru ein fimm verðlauna sem ráðið veitir á hverju ári, og þau yngstu þeirra. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 2013.

Dómnefnd er skipuð fulltrúum allra Norrænu landanna. Hvert Skandinavíulandanna auk Íslands tilnefna tvær bækur ár hvert. Grænland, Færeyjar, samíska málsvæðið og Álandseyjar geta tilnefnt eina bók á ári, og eiga þá um leið fulltrúa í dómnefnd.

Íslenskir höfundar sem hafa hlotið verðlaunin

2023

Rán Flygenring: Eldgos

2016

Arnar Már Arngrímsson: Sölvasaga unglings

Íslenskir höfundar sem hafa verið tilnefndir

2024

Hildur Knútsdóttir: Hrím
Tómas Zoëga og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir: Skrímslavinafélagið

2023

Arndís Þórarinsdóttir: Kollhnís
Rán Flygenring: Eldgos

2022

Arndís Þórarinsdóttir og Sigmundur B. Þorgeirsson: Bál tímans: Örlagasaga Möðruvallabókar í sjö hundruð ár
Gunnar Helgason og Rán Flygenring: Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bannað að eyðileggja

2021

Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir: Blokkin á heimsenda
Lóa Hjálmtýsdóttir: Grísafjörður

2020

Lani Yamamoto: Egill spámaður
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir: Villueyjar

2019

Sigrún Eldjárn: Silfurlykillinn
Ragnheiður Eyjólfsdóttir: Rotturnar

2018

Kristín Helga Gunnarsdóttir: Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels 
Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler & Rakel Helmsdal: Skrímsli í vanda

2017

Hafsteinn Hafsteinsson: Enginn sá hundinn
Kristín Ragna Gunnarsdóttir: Úlfur og Edda – Dýrgripurinn

2016

​Arnar Már Arngrímsson: Sölvasaga unglings
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir: Koparborgin

2015

Bergrún Íris Sævarsdóttir: Vinur minn, vindurinn
Þórarinn Leifsson: Maðurinn sem hataði börn

2014

Andri Snær Magnason: Tímakistan
Lani Yamamoto: Stína stórasæng

2013

Áslaug Jónsdóttir: Skrímslaerjur
Birgitta Sif: Óliver