Barnið í ferðatöskunni
Lesa meira
Barnið í ferðatöskunni
Þegar ég las Drengen i kufferten í fyrra var ég á ferð í Kaupmannahöfn. Ég bjó til skiptis hjá þremur frænkum mínum og stundaði því að skilja farangur eftir í geymsluhólfum aðal járnbrautarstöðvarinnar. Ein frænkan býr þar rétt hjá, við Stampesgade sem liggur fyrir neðan Istedgade og önnur býr aðeins lengra inni á Vesturbrú. Ég var því stöðugt á ferð um sömu slóðir og Nína, söguhetja bókarinnar, þegar hún fyrst finnur barnið í tösku í geymsluhólfinu og leitar síðar uppi vændiskonur til að gefa sér upplýsingar um drenginn í ferðatöskunni.