Chicago
Lesa meira
Chicago
Ákveðinn flokkur skáldsagna, sem náð hefur heimsathygli á undanförnum árum, einkennist af því að höfundar þeirra koma frá nokkrum helstu átakasvæðum heimsins og frásagnir þeirra lýsa ástandinu frá þeirra sjónarhóli. Má þar nefna Flugdrekahlaupara Khaleds Hosseini, Hvíta tígurinn, nýlega Booker-verðlaunabók Aravinds Adiga, og loks Yacoubian-byggingu egypska rithöfundarins Alaa al-Aswany. Sagt er að þessar bækur gefi okkur hina ósviknu sýn á það sem raunverulega á sér stað innan menningarheima þessara höfunda og að það sé helsti kostur þeirra. Sé örlítið betur að gáð finnur maður hins vegar ýmislegt annað sameiginlegt sem meira tengist markaðssetningu en vöru sem komin er beint af kúnni.