Drápin: Tannöd morðin
Lesa meira
Drápin og Drifhvítur dauði
Þær eru ekki beint líkar, þessar tvær þýsku glæpasögur sem koma út nú fyrir jólin. Þó eiga þær ýmislegt sameiginlegt, báðar eru eftir konur og báðar gerast í litlum þorpssamfélögum. Og báðar búa þær yfir einhverskonar gotnesku andrúmslofti, með tilvísun til gotneskrar skáldskaparhefðar sem á rætur sínar að rekja til átjándu og nítjándu aldar. Í þeirri hefð er þröngt svið einmitt algengt, lítið lokað samfélag sem geymir fjölda leyndardóma, yfirleitt tengdum fjölskyldumálum; gotneska skáldsagan geymir bókstaflega beinagrindur í skápum.