Af hverju ég?
Lesa meira
Langelstur í bekknum og Af hverju ég?
Skólinn gegnir stóru hlutverki í lífi flestra barna; þar verja þau stórum hluta úr deginum og félagslífið og námið geta haft mikil áhrif. Í tveimur nýútkomnum barnabókum, Langelstur í bekknum eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Af hverju ég? eftir Hjalta Halldórsson er fjallað um krakka sem finnst af ólíkum ástæðum ekki alltaf auðvelt að vera í skóla. Bergrún Íris hefur áður sent frá sér myndabækur fyrir börn en Af hverju ég? er fyrsta bók Hjalta.