Hvernig konurnar stöðvuðu blásturinn
Lesa meira
Hvernig konurnar stöðvuðu blásturinn og Vel trúi ég þessu!
Hin almenna hugmynd um myndskreytingar í bókum er að þær séu einskonar viðbót við textann, jafnvel skraut, en í öllum föllum ávallt undirskipaðar textanum á einhvern hátt, þjónar hans jafnvel (svona álíka og við gagnrýnendur erum þjónar lista(ma)nna), en ekki skapandi í sjálfu sér. Þetta er viðhorf sem listafólk sem sinnir myndlýsingum í barnabókum hefur reynt að berjast gegn, með misgóðum árangri, þó vissulega hafi þokast í rétta átt, eins og Dimmalimm verðlaunin eru gott dæmi um. Viðurkenningar fyrir myndmál í barnabókum auka vonandi skilning á mikilvægi myndanna, auk þess að benda á þá einföldu hugmynd að ‘lestur’ felur ekki bara í sér lestur á rituðu máli, heldur býr í orðinu læsi mun víðari heimur skynjunar og túlkunar á allt frá bókstöfum til lita, borgarkorta til fatastíls.